12:00
Keyrum Inn Í Helgina
[Hook]
Keyrum inn í helgina
Og siglum áfram inn í sólina
Mér er sama hvert ég fer
Bara ef í skýjunum ég flýg með þér
Helgarfrí allir fagna
Enginn skóli næstu daga
Djamma eða chilla í hóp góðra vina
Hvað ætlar þú að gera um helgina?
[Verse 1]
Vikan er að baki
Gæti hoppað fram af þaki
Þótt að tíminn muni þjóta
Mun ég helgarinnar njóta
Skelli mér í sund
Drulluléttur í lund
Því að biðin er á enda
Ætla mömmu burt að senda
Svona er helgin
Það er bústaður með krökkunum
Með nokkrum völdnum fagmönnum
Og nokkrum sökkuðum
Lamb á grilli
Allir í góðu chill' í góðum fýling
Gott kvöld að baki
Og allir fá gill á bakið
Helgin, loksins ertu komin til mín
Ástin, ó hvað ég hef saknað þín
[Hook]
Keyrum inn í helgina
Og siglum áfram inn í sólina
Mér er sama hvert ég fer
Bara ef í skýjunum ég flýg með þér
Helgarfrí allir fagna
Enginn skóli næstu daga
Djamma eða chilla í hóp góðra vina
Hvað ætlar þú að gera um helgina?
[Verse 2]
Um helgina ég sleppi mér
Peppaður sem betur fer
Alveg fram á ystu nöf
Helgin stutt, engin töf
Fáir komast á minn stall
Enda er ég endakall
Hleyp Esjuna á ljóshrað
Syndi heim, elska það
Bún'að njóta ferðarinnar
Út að borð' í boði hennar
Út í ruglið lét mig mana
Og nú þarf ég að kveðja hana
Það er kominn mánudagur
Djöfull var helgin helluð maður
Skemmti mér til vinninga
Fullur sælla minninga
[Verse 3]
Ég elska að chilla aleinn heima
Og öllum vandamálum gleyma
Og ætla ekki á mig reyna
Ég elska cozý fucking helgi
Heitt bað með bubblum
Skipum og legokubbum
Eins gott að enginn hringi í mig
Ég vil enga truflun
Kominn tími á hvíld
Kominn tími á frið
Já þetta er helgin
Helgin er komin
Bullandi stemmning
Ég er dofinn eftir skólavikuna
Og ekki útsofinn
Kósýkvöld í kvöld
Prins Pólo og Coke
Skelli mynd í tækið
Beint undir sæng
Já minn verndarvæng
Því það er spennumynd í gangi
[Bridge]
Helgin, hleypir gleði inn í mitt hjarta
Frelsið, gerir líf mitt miklu bjartara
[Hook]
Keyrum inn í helgina
Og siglum áfram inn í sólina
Mér er sama hvert ég fer
Bara ef í skýjunum ég flýg með þér
Helgarfrí allir fagna
Enginn skóli næstu daga
Djamma eða chilla í hóp góðra vina
Hvað ætlar þú að gera um helgina?