Ingó Veðurguð
Gestalistinn
Við erum að spila í kvöld, í Kópavogi
Á staðnum verður fjögurra metra gestalisti
Þar mæta kannski menn, sem allir kannast við
En kannski mætir enginn nema Veðurguðirnir
En Ívar Guðmunds verður þar
Og kannski líka Arnar Grant
Stebbi Hilmars kíkir við
En hann fær ekki að stíga á svið
Bubbi Morthens uppvið barinn
Gunni Óla verður farinn
Bjarni Ármanns mætir ekki
Og nánast enginn sem ég þekki
Nema Björgólfur í KR
Og einhver kennari úr HR
Við erum að spila í kvöld, í Kópavogi
Á staðnum verður fjögurra metra gestalisti
Þar mæta kannski menn, sem allir kannast við
En kannski mætir enginn nema Veðurguðirnir
Og eflaust mætir Eiður Smári
Í fyrsta sinn á þessu ári
Ásdís Rán og Raggi Bjarna
Verða örugglega þarna
Maggi Kjartans , Stebbi og Eyfi
Kalli Bjarni ef hann fær leyfi
Og úr Nylon mætir Klara
Því hún er löngu hætt að spara
Unnur Birna er á lista
Og ég leyfi henni að gista
Þetta er gestalistinn
Þetta er gestalistinn
Þetta er gestalistinn
Þetta er gestalistinn
Og Friðrik Ómar er á honum
Ásamt tíu öðrum konum
Magnús Scheving, Logi Geirsson
Óli Stefáns og Heimir Karlsson
Logi Bergmann, Gulli Helga
Ásgeir Kolbeins og einhver gelgja
Eyþór Arnalds verður þar
En bara ef að hann fær far
Ég held að Jóhanna Guðrún mæti
En þá verða líka læti
Og ég lendi í öðru sæti